Kiwanisklúbburinn Hekla færði Ljósinu styrk

Síðdegis í dag fengum við góða gesti í Ljósið þegar fulltrúar Kiwanisklúbbsins Heklu litu við og færðu Ljósinu 300.000 króna styrk í endurhæfingarstarfið.

Kiwanisklúbburinn Hekla er elsti Kiwanisklúbbur landsins og hefur frá upphafi Ljóssins verið dyggur stuðningsaðili. Við sendum okkar bestu þakkir til allra þeirra sem stóðu að söfnuninni.

Sigrún Vikar, tók á móti styrknum fyrir hönd Ljóssins.

 

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.