Ungir ljósberar hittast í spjall!

Fimmtudaginn 6. júní klukkan 17 hittast ljósberar 25 ára og yngri á Kaffi Laugalæk (Laugarnesvegi 74a) í spjall og kaffi.

Markmið hópsins er að skapa vettvang þar sem mjög ungir ljósberar geta hist, spjallað og gert skemmtilega hluti saman á jafningjagrundvelli. Ekki er nauðsynlegt að vera í þjónustu hjá Ljósinu til að mæta, öll 25 ára og yngri sem eru með eða hafa verið með krabbamein á síðastliðnum 2 árum eru velkomin!

Stofnaður hefur verið facebook hópur sem öll sem vilja vera með geta sótt um aðgang að, hér. 

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.