Rausnarleg gjöf og viðurkenning þegar Lions leit í heimsókn

Það var kátt á hjalla í Ljósinu í dag þegar Dr. Patti Hill, alþjóðaforseti Lionshreyfingarinnar, heimsótti Ljósið ásamt fríðu föruneyti. Tilefni heimsóknarinnar var formleg afhending Lionsklúbbsins Njarðar á þremur glæsilegum göngubrettum sem Ljósið hefur fengið að gjöf frá klúbbnum.

Samhliða heimsókninni afhenti Dr. Patti, Ernu Magnúsdóttur framkvæmdastýru Ljóssins, sérstaka viðurkenningu fyrir frumkvöðlastarf og framlag Ljóssins til íslensks samfélag.

Við sendum okkar allra bestu kveðjur og þakkir til Lionsklúbbsins Njarðar og hreyfingarinnar í heild en Lions hefur frá upphafi skipt sköpum í starfsemi Ljóssins.

Frá afhendingu styrksins // Mynd: Ljósið

Erna Magnúsdóttir, framkvæmdastýra Ljóssins, tekur við viðurkenningu fyrir framlag Ljóssins til íslensks samfélags  // Mynd: Ljósið

Dr. Patti Hill, Erna Magnúsdóttir, Áslaug Helga Aðalsteinsdóttir ásamt fulltrúum Lions á Íslandi // Mynd: Ljósið

Lions fólk ásamt fulltrúum Ljóssins // Mynd: Ljósið

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.