Oddfellowar styrkja Ljósið

Þórarinn Gunnarsson, Guðbjörg Dóra og Ólafur Th við afhendingu styrksins

Við fengum heimsókn frá Þórarni Gunnarssyni og Ólafi Th. Ólafssyni frá tólftu stúku Oddfellow samtakanna en hún gengur undir nafninu Skúli Fógeti.

Oddfellowar hjá Skúla Fógeta stofnuðu sjóð í nafni félaga síns sem að lést úr krabbameini og var í þjónustu hjá Ljósinu.

Við þökkum öllum félögum í Skúla Fógeta fyrir þeirra rausnarlega framlag.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.