Álkurnar flugu með styrk í hús

Blakfélagið Álkur úr Þorlákshöfn hélt á dögunum árlegt jólamót í blaki.

Mótið í ár var haldið til minningar um kæra vinkonu og blakfélaga, Sóleyju Vífilsdóttir sem lést úr baráttu við krabbamein í nóvember síðastliðnum. Hún nýtti sér þjónustu Ljóssins í sinni baráttu og þá helst landsbyggðardeildina. Því var ákveðið að allur ágóði mótsgjaldanna rynni óskiptur til Landsbyggðardeildar Ljóssins.

Við þökkum Álkunum kærlega fyrir þetta fallega framtak sem sannarlega mun nýtast vel í Landsbyggðardeild Ljóssins.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.