Námskeið í fígúrúgerð með pappamassa

31. maí næstkomandi hefst hefst fjögurra skipta námskeið í pappamassa mótun þar sem Sara Vilbergsdóttir myndlistakona og myndlistakennari ætlar að leiðbeina í hönnun fígúra með þessari skemmtilegu aðferð. Mótað verður úr vír, dagblöðum, silkipappír, málarateipi og fleiru. Skapandi og skemmtilegar samverustundir þar sem fjölbreyttar kynjaverur verða til.

Skráning fer fram hjá móttöku Ljóssins í síma 561-3770 eða með því að smella hér.

Efnisgjald er 3000 krónur, greitt er við skráningu.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.