Starfsfólk L’Occitane á Íslandi færði Ljósinu styrk

Það var mikil gleði í Ljósinu fyrr í vikunni þegar starfsfólk L’Occitane en Provence færði Ljósinu afrakstur styrktarverkefnis sem fram fór í upphafi árs.

Erna Magnúsdóttir, ásamt Sigrúnu og Önnu Lilju frá L’Occitane og Kristjönu, höfundi mynstursins fallega

Alls söfnuðust 150.000 krónur við sölu á handáburði og fótakremi sem klædd höfðu verið í sérhannaðar ullarstúkur.

Stúkurnar voru handprjónaðar af einstaklingum sótt hafa endurhæfingu í Ljósið og fulltrúum frá L’Occitane.  Það var Kristjana Björk Traustadóttir sem hannaði mynstrið í stúkunum sem voru prjónaðar úr garni frá Prjónabúðinni Tinnu. Aðkoma Kristjönu var fyrir tilstilli Önnu Lilju Gunnarsdóttur sem starfar hjá L’Occitane, en þær kynntust á námskeiði fyrir ungar konur í Ljósinu.

Kristjana og Anna Lilja kynntust í Ljósinu

L’Occitane afhenti Ljósinu einnig handsápur, handáburð og sótthreinsandi ásamt áfyllingum og við hlökkum til að vera með dúnamjúkar hendur í endurhæfingunni á næstunni.

Við þökkum L’Occitane en Provence kærlega fyrir stuðninginn.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.