Kiwanisklúbburinn Hekla færði Ljósinu rausnarlega gjöf

Frá afhendingu styrksins

Síðdegis í dag fengum við góða gesti í Ljósið þegar fulltrúar Kiwanisklúbbsins Heklu litu við og færðu Ljósinu 300.000 króna styrk í endurhæfingarstarfið. Kiwanisklúbburinn Hekla er elsti Kiwanisklúbbur landsins og hefur frá upphafi Ljóssins verið dyggur stuðningsaðili. Við sendum okkar bestu þakkir til allra þeirra sem stóðu að söfnuninni.

Það voru Ingólfur Friðgeirsson, Sighvatur Halldórsson, Garðar Hinriksson og Ólafur G. Karlssons, formaður styrktarnefndar, sem afhentu Ernu Magnúsdóttur, forstöðukonu Ljóssins, styrkinn.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.