Er Ljósið ekki að birtast á þínu skattframtali?

Kæru vinir,

Í síðustu viku greindum við ykkur frá því að einhverjir Ljósavinir væru að lenda í því að styrktarupphæð væri ekki að birtast á skattskýrslum þeirra.

Leiðréttinging er komin í gegn en samkvæmt ráðleggingum frá Deloitte biðjum við alla sem eru enn ekki að sjá Ljósið í sinni skýrslu að bæta við eftirfarandi athugasemd í sitt framtal: Vantar almannaheillastyrk frá Ljósinu, þau eru búin að skila.

Það er því óhætt að skila inn framtalinu þó að Ljósið sé ekki að birtast. Skatturinn hefur staðfest við okkur að það muni koma inn í leiðréttingu hjá öllum, en þetta sé bara til öryggis fyrir þá sem eru að bíða eftir þessu.

Með hjartans þökk fyrir skilninginn.

Starfsfólk Ljóssins

 

 

 

 

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.