Kæru vinir,
Nú er sá tími ársins sem einstaklingar eru að vinna í að skila skattskýrslunum sínum. Það er sannarlega ánægjulegt að okkar góðu styrktaraðilar geti sótt skattafrádrátt ef um er að ræða árlegar greiðslur yfir tíu þúsund krónur.
Við höfum því miður lent í kerfisvillu við flutning á gögnunum okkar til skattsins. Það hafa því einhverjir ekki fengið styrkupphæðina inn á sína skattskýrslu.
Okkur þykir þetta miður, en unnið er að lagfæringu og gerum við ráð fyrir að leiðrétting verði komin í gegn næstkomandi fimmtudag 9.mars, jafnvel fyrr.
Með hjartans þökk fyrir skilninginn
Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.