Aðventuhátíð Bergmáls í Háteigskirkju 4.desember

Kæru vinir, 

Við viljum vekja athygli á aðventuhátíð vina okkar hjá Bergmáli sem fram fer í Háteigskirkju sunnudaginn 4.desember klukkan 15:00.

 Dagskráin verður á hátíðlegum nótum.

  • Heilsun, Össur Stefánsson
  •  Samsöngur, ,,Í dag er glatt í döprum hjörtum”
  • Jólaguðspjall, Guðmundur Þórhallson
  • Drengjakór Þorfinns Karlsefnis, Hallveigar og Sæmundarbræðra syngur jólalög. Stjórnandi Guðbjörg R. Tryggvadótti
  • Einsöngur, Guðbjörg R. Tryggvadóttir sópran, Ave María Kaldalóns
  • Hugvekja, Þórólfur Árnason
  • Hildur Eva Ásmundardóttir syngur fyrir okkur enn á ný. Antonía Havesi leikur með á píanó.
  •   Lokaorð, Kolbrún Karlsdóttir, Jóns Hjörleifs Jónssonar minnst
  •  Bæn, sr. Gunnar Rúnar Matthíasson
  •  Sungið saman ,,Heims um ból’’

Orgelleikur: Guðný Einarsdóttir, orgelleikari Háteigskirkju 

Kynnir:  sr. Gunnar Rúnar Matthíasson 

 Að lokinni dagskrá verða veitingar í Safnaðarheimili Háteigskirkju

Við hvetjum sem flesta að taka daginn frá og eiga notalega stund í jólaamstrinu.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.