Landslið kvenna í blaki kom færandi hendi

Fulltrúi landsliðs kvenna í blaki heimsótti okkur á dögunum og færði fyrir hönd landsliðsins Ljósinu gjafir í minningu Mundínu Ásdísar. Mundína, eða Munda eins og hún var kölluð, lést úr krabbameini nýlega en hún skipaði stóran sess í hjarta liðsins.

Munda vann mikið og óeigingjarnt starf fyrir Blaksamband Íslands og þeim hjartans mál að heiðra minningu hennar með þessu fallega framtaki.

Við færum þessum flotta hóp bestu þakkir fyrir sendinguna og óskum þeim góðs gengis í sínum verkefnum.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.