Flughnýtingar og flugukast

Í maí bjóðum við upp á spennandi námskeið sem blandar saman kennslu í fluguhnýtingum og kennslu í flugukasti.

Við byrjum á að læra að hnýta flugur hjá miklum reynsluboltum fimmtudagana 5. og 12.maí. Þar verður einnig kynnt spennandi nýjung sem ber heitir Reel Recovery og er sérsniðin að karlmönnum með krabbamein.

Í kjölfarið verður haldið í Vífilsstaðavatn þar sem kennt verður flugukast svo að flugurnar komist í gagnið. Dagsetning flugukastskennslunnar fer eftir spánni en stefnt er á 16, 17 eða 18.maí, og verða frekari upplýsingar gefnar þegar nær dregur.

Skráning á námskeiðið er hafin í móttöku Ljóssins í síma 561-3770

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.