Golfmót fyrir karlmenn í Ljósinu 7. júní

Þriðjudaginn 7. júní stendur golfvöllurinn á Kiðjabergi fyrir golfmóti fyrir karlmenn í Ljósinu.

Mótið er opið öllum sem hafa einhverja reynslu af golfi, en spilað verður tveggja eða fjögurra manna Texas fyrirkomulag sem hentar öllum reynslustigum.

Ekkert þátttökugjald er í mótið og þeir sem ekki eiga kylfur geta fengið lánað hjá golfklúbbnum að kostnaðarlausu. Jafnframt býður klúbburinn afnot af golfbílum fyrir alla sem taka þátt.

Áður en haldið verður út á völlinn býður golfklúbburinn upp á rjúkandi heita súpu og brauð. Mæting er í golfskálann kl. 12:00 í súpuna og ræst verður út kl. 13:00.

Skráning fer fram í móttöku Ljóssins

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.