Euro zumba tími í Ljósinu 6. maí

Pop-up Evróvision tími í Zumba verður í tækjasal Ljóssins föstudaginn 6. maí klukkan 12:30.

Kennarinn er enginn annar en Flosi Jón Ófeigsson, zumba kennari og Eurovision aðdáandi og fráfarandi formaður FÁSES, félag áhugafólks um söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva.

Við lofum einföldum sporum, stuði og bullandi euro-hressleika.

Ekki láta þig vanta.

Skráning er hafin í móttöku Ljóssins í síma 561-3770 eða með því að senda póst á mottaka@ljosid.is

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.