Fyrirlestur um líkamlega endurhæfingu eftir aðgerð vegna brjóstakrabbameins

Fræðslufyrirlestur fyrir alla sem hafa undirgengist skurð vegna brjóstakrabbameins eða eru á leið í skurðaðgerð verður haldinn í æfingasal Ljóssins miðvikudaginn 4. maí kl. 14:00.

Farið verður yfir helstu fylgikvilla sem geta komið upp eftir aðgerð og hvaða hlutverk hreyfing spilar í lífi einstaklinga eftir aðgerð, einnig verður farið yfir áhrif brjóstakrabbameins á bandvef, eitlakerfi ofl.

Fyrirlesarar eru Gyða Rán og Inga Rán, sjúkraþjálfarar í Ljósinu.

Ekki er þörf á skráningu.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.