Ljósafoss niður Esjuhlíðar 6. nóvember

Hinn árlegi Ljósafoss niður hlíðar Esjunnar fer fram laugardaginn 6. nóvember næstkomandi.

Þar mun stór hópur göngfólks ganga af stað klukkan 16:00 upp að Steini og fara svo niður með höfuðljós og mynda fallegan Ljósafoss. Er þetta gert til að minna á mikilvægi starfsemi Ljóssins sem er endurhæfingar-og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra. Björgunarsveitin Kjölur verður á staðnum.

Frá göngunni 2019

Í hverjum mánuði nýta sér y0 mum 600 manns á mánuði þjónustu Ljóssins. Þar starfar fjölbreyttur hópur fagaðila; iðjuþjálfar, sjúkraþjálfarar, íþróttafræðingar, félagsráðgjafi, sálfræðingar og annað sérhæft starfsfólk sem leggur grunn að andlegri, líkamlegri og félagslegri heilsu þeirra sem greinast með krabbamein. Ljósið veitir einnig aðstandendum fræðslu og stuðning.

Erna Magnúsdóttir: „Eftir að hafa frestað Ljósafossinum í fyrra út af dálitlu erum þakklát og spennt að lýsa upp Esjuhlíðar að nýju 6. nóvember. Ljósafossinn okkar er táknrænn því þar er ljósið borið í gegnum svartasta myrkrið af þeim sem hafa burði til – Rétt eins og Ljósið gerir á hverjum degi fyrir þá sem til okkar sækja. Hjá okkur í ljósinu geta krabbameinsgreindir frá 16 ára aldri komið í þjónustu. Og við erum einnig til staðar fyrir fjölskyldur þeirra sem greinast og bjóðum upp á skipulagða dagskrá fyrir aðstandendur frá 6 ára aldri. Því það eru ekki bara þeir sem greinast sem þurfa að fá stuðning. Krabbamein snertir alla fjölskylduna. Ég vona að sem flestir göngugarpar sjái sér fært að taka þátt í þessum árlega viðburði okkar.“

Nánari upplýsingar má finna á á Facebook viðburði göngunnar: https://fb.me/e/3KAvo1lGs

Frekari upplýsingar veitir Sólveig í síma 696-0493.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.