Magnea Mist lætur 40% af seldum verkum renna til Ljóssins.

Í október mun myndlistarkonan Magnea Mist láta 40% af seldum verkum renna til Ljóssins.

Verk hennar hafa vakið mikla lukku meðal velgjörðarfólks Ljóssins og ákvað Erna forstöðukona meðal annars að stökkva á tækifærið og fegra heimili sitt og styðja starfsemina í leiðinni.

Magnea leit við á dögunum og afhenti Ernu Magnúsdóttur glæsilegt málverk sem hún keypti af Magneu

Magnea greindist sjálf með krabbamein í janúar 2019 og nýtti sér þjónustu Ljóssins mikið á meðan og eftir að hún var í meðferð.

Á Facebook síðu Magneu Magnea Mist – Málverk má finna úrval af verkum sem við hvetjum ykkur til að skoða en hér fyrir neðan má fá smá sýnishorn af flottu verkunum hennar.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.