Frábær mæting á Strákakvöld með Ara Eldjárn

Miðvikudaginn 13. október síðastliðinn buðu Ljósið og Kraftur mönnum á aldrinum 16-45 ára sem greinst hafa með krabbamein á Strákakvöld með Ara Eldjárn.

Góð mæting var á viðburðinn og óhætt að segja að mikið hafi verið hlegið. Að auki buðu fagaðilar upp á kynningu á starfsemi Ljóssins og Krafts en kvöldið markaði upphafi sameiginlegs jafningjahóps og samstarfi félaganna.

Framundan eru margvíslegir viðburðir og má þar nefna Kraftmikið strákakvöld á Kex sem fram fer í byrjun nóvember.Þegar maður er ungur og greinist með krabbamein skiptir miklu máli að vita hvert maður getur sótt stuðning, þjónustu og endurhæfingu til að takast á við veikindin.

Fagaðilar lögðu á það áherslu á fundinum að ungir karlar sæki sér þjónustu og stuðning bæði hjá Ljósinu og Krafti ogl leiti sér þjónustu sem fyrst eftir greiningu. Það er því von beggja félaga að með samstarfinu muni ungir karlmenn sækja bæði þverfaglega endurhæfingu og stuðning í Ljósið og jafningjastuðning og hagsmunagæslu til Krafts, auk sameiginlegra viðburða.

 

 

 

 

 

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.