Nýr næringarfræðingur hefur tekið til starfa

Elísabet er nýr næringarfræðingur í Ljósinu

Það gleður okkur að tilkynna að ráðinn hefur verið nýr löggiltur næringarfræðingur til starfa í Ljósinu, Elísabet Heiður Jóhannesdóttir.

Elísabet er með BS gráðu í næringarfræði frá Háskóla Íslands auk MS gráðu með áherslu á kliník frá sama skóla. Samhliða starfi sínu í Ljósinu nemur hún ráðgjöf í næringarinnsæi hjá Helm Publishing.

Elísabet verður eftir hádegi alla fimmtudaga í Ljósinu.

Við bjóðum hana velkomna til starfa.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.