Hertar sóttvarnir í Ljósinu

Kæru þjónustuþegar og aðstandendur,

Vegna mikillar fjölgunar Covid-tilfella gerum við viðeigandi ráðstafanir í starfsemi Ljóssins. Við förum að öllum tilsettum reglum og okkur er í mun að passa upp á alla okkar skjólstæðinga. Við höfðum því sérstaklega til skynsemi ykkar og biðjum ykkur um að vera heima ef þið finnið fyrir einhverjum einkennum eða eruð hrædd um að vera innan um aðra.

Líkt og í vor tökum við nú eina viku í einu og uppfærum fréttir jafnóðum.

Við viljum byrja á að ítreka að allir passi upp á handþvott og sprittnotkun í húsi. Þetta á við þegar komið er í hús og reglulega í gegnum tímann sem varið er í húsi.

Grímur og hanskar

Það er grímuskylda í öllum rýmum Ljóssins en að auki er hanskaskylda í nýja húsinu (æfingasalnum).

Aðgengi

Allir sem eru að koma á námskeið eða í hópa í græna salnum í gamla húsinu eru beðnir um að ganga inn og út um dyrnar fyrir aftan hús.

Allir sem koma í námskeið og handverk á fyrstu hæð og í kjallara koma inn og út um aðalinngang.

Allir sem eru að koma í líkamsrækt mæta beint út í nýja húsið.

Fjöldatakmarkanir

Hóptímar: Samkvæmt uppfærðum sóttvarnarreglum er leyfilegt að vera með hópþjálfun sjúkraþjálfara í salnum okkar en við munum hins vegar fækka í 10 einstaklinga í einu og stytta tímann.

Jógatímar: Fjöldi hefur nú verið lækkaður í 6 manns.

Námskeið haldast óbreytt þar sem fjöldi á námskeiðum er ekki yfir fjöldatakmörkunum.

Viðtalstímar haldast óbreyttir en þið getið óskað eftir viðtali í gegnum síma eða tölvu.

 

Matur: Nú verður skammtað í bakka sem þið getið tekið með ykkur. Passið upp á 1 m. regluna þegar þið snæðið.

 

Við gerum þetta saman.

Með kærleikskveðju,

Starfsfólk Ljóssins

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.