Golfvöllurinn á Kiðjabergi býður karlmönnum í Ljósinu á golfmót

Fimmtudaginn 3. september klukkan 15:00 stendur golfvöllurinn á Kiðjabergi fyrir skemmtilegu golfmóti fyrir karlmenn í Ljósinu.

Mótið er opið öllum, sama hvaða færni þeir búa yfir í íþróttinni, en spilað verður tveggja eða fjögurra manna Texas fyrirkomulag sem hentar öllum reynslustigum.

Mótið er ókeypis og þeir sem ekki eiga kylfur geta fengið lánað hjá golfklúbbnum að kostnaðarlausu.

Áður en haldið verður út á völlinn býður golfklúbburinn upp á rjúkandi heita súpu og brauð.

Skráning fer fram hér!

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.