Viðeyjarsund til styrktar Ljósinu

Hópurinn syndir milli Viðeyjar og Reykjavíkur fyrir Ljósið /Mynd: Laufey G. Sigurðardóttir

Laugardaginn 18. júlí nk. mun vaskur hópur karla og kvenna synda Viðeyjarsund til styrktar Ljósinu. Þau hafa öll stundað sjósund til nokkurra ára og flest bæði sumar og vetur. Að sögn talsmanns hópsins, Magnúsar Halldórssonar, mun hópurinn leggja af stað frá Viðey kl. 17.00 á laugardaginn og enda sundið í Reykjavíkurhöfn.

Magnús segir flesta þekkja til þeirrar mikilvægu starfsemi sem Ljósið stendur fyrir og því hafi þeim þótt tilvalið að styrkja þetta góða málefni. „Við eigum það sameiginlegt í sjósundhópnum að vilja vera jákvæð, bjartsýn og umburðarlynd og lifa fyrir líðandi stund. Þeir eiginleikar fara vel saman með gildum Ljóssins.”

Magnús og félagar hans hvetja fólk til að leggja inn á styrktarreikning Ljóssins, 0130-26-410420, kt. 590406-0740. Einnig er hægt að gerast Ljósavinur með því að smella hér.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.