Frábær þátttaka í fjölskyldugöngu Ljóssins – Myndir

Um 100 manns tóku þátt í árlegri fjölskyldugöngu Ljóssins í gær á Esjunni. Mikill fjöldi gekk alla leið upp að Steini sem er ótrúlegt þrekvirki fyrir fjölmarga í hópnum. „Ég er svo stolt af öllum Ljósberunum sem þrömmuðu í hlíðum Esjunnar þrátt fyrir erfið veikindi og meðferðir sem fylgja,“ sagði Erna Magnúsdóttir forstöðukona Ljóssins í lok dags.

Áður en gengið var upp sáu þjálfarar Ljóssins um upphitun og í lokin leituðu göngugarpar skjóls í tjaldi sem Skátarnir höfðu slegið upp fyrir gönguna, þar sem þeir gæddu sér á veitingum frá Ölgerðinni og Dagnýju og co.

Við sendum okkar allra bestu þakkir fyrir samveruna til allra þeirra sem sáu sér fært að mæta.

Fjölskylduganga Ljóssins 2020
« af 3 »

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.