Handverk hefst að nýju

Starfsemi Ljóssins er hægt og rólega að komast af stað aftur eftir tímabundna lokun vegna Covid19. Nú er komið að því að bæta handverki í stundaskrá en byrjað verður á þremur dagskrárliðum:

Prjónahópur

  • Föstudaginn 15.maí hittist prjónahópurinn að nýju
  • Tímasetning 10:00-14:00

Myndlist

  • Miðvikudaginn 20.maí hefst byrjendanámskeiðið í myndlist
  • Í boði verða tveir hópar: Annars vegar milli 9:00-12:00 og hins vegar milli klukkan 12:30-15:30

Tálgun og útskurður

  • Fimmtudaginn 28.maí hefst svo tálgun og útskurður
  • Tímasetning 13:00:-15:30

Það er hámarksfjöldi í alla hópa og nauðsynlegt að skrá sig í móttöku Ljóssins í síma 561-3770 eða með því að senda póst á mottaka@ljosid.is.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.