Stundaskrá – Maí 2020

Stundaskrá Ljóssins fyrir maí 2020 er nú tilbúin til niðurhals.

Til að byrja með verður nauðsynlegt að bóka pláss í alla dagskrárliði.

Hámarksfjöldi er takmarkaður og eru til að mynda ekki fleiri en 10 manns í göngum, 6 manns í þjálfun í tækjasal og 4 manns í þjálfun fyrir þær sem hafa nýlega gengist undir aðgerð á brjóstum.

Að sjálfsögðu tryggjum við 2 metra á milli einstaklinga í hvívetna en húsakynni Ljóssins eru einungis opin þeim sem eiga pantaðan tíma.

Við hvetjum því þá sem vilja kíkja í létt spjall yfir kaffibolla til að hringja í Ljósið í síma 561-3770 til að gera boð á undan sér svo við getum tryggt öryggi og heilsu allra.

Eldhús Ljóssins er opið milli 11:30-13:00 og hægt er að taka með sér gómsætan mat.

Hér má nálgast stundaskránna í PDF formi

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.