Nýtt: Spjallhópur fyrir alla virka þjónustuþega Ljóssins

Góðan og gleðilegan fimmtudag,

Undanfarnar vikur höfum við verið að ræða við þjónustuþega í gegnum síma og tölvupóst. Margir hafa alloft óskað eftir vettvangi á Facebook þar sem  þjónustuþegar Ljóssins geta spjallað saman.

Við bjóðum því öllum sem eru í virkri endurhæfingu í Ljósinu velkomna í nýja spjallhópinn okkar sem má finna með því að smella hér.

Markmið hópsins er að styðja hvert annað, deila reynslu og ráðum, fræðast og njóta góðra samtala. Meðal þess sem brennur á vörum okkar starfsfólks er:

  • Hvernig gengur að halda ykkur virkum?
  • Hafið þið tekið upp á einhverju nýju samhliða breyttum aðstæðum í samfélaginu?
  • Eruð þið með einhverja geggjaða gátu til viðbótar við þær sem við höfum verið að senda ykkur í markpóstunum?

Ef þú ert í virkri endurhæfingu þá skaltu endilega ganga í hópinn og taka þátt í samtalinu. Þannig fáum við smá fréttir en veitum hvert öðru einnig gleði og innblástur á þessum sérkennilegu Covid19-tímum.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.