Árlega pastaveisla Ljóssins 19. ágúst

Ljósið býður maraþonhlaupurum, aðstandendum og klöppurum í fræðandi pastaveislu.

Mánudaginn 19. ágúst klukkan 17:00 ætlum við að bjóða uppá pastasalat og fræðandi fyrirlestur fyrir þá sem ætla að hlaupa fyrir Ljósið í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka.

Í ár ætlar Gunnar Ármannsson, hlaupagarpur, að fjalla um hlaup og krabbamein en sjálfur greindist hann með ólæknandi blóðkrabbamein 38 ára gamall. Gunnar hefur hlaupið yfir 35 maraþon auk þess að hafa klárað fimm ultra-hlaup, sem eru enn lengri vegalengd og er því hafssjór af fróðleik og innblæstri fyrir okkur öll.

Einnig munum við afhenda öllum þeim sem hlaupa fyrir Ljósið í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka íþróttaboli merkta Ljósinu.

Hlauparar, aðstandendur og klapparar hjartanlega velkomnir.

Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.