Hvetjum saman í Reykjavíkurmaraþoninu

Hvetjum saman 2019 – Ljósið býður í klappveislu!

Eins og undanfarin ár verður klapplið Ljóssins á sínum stað til að hvetja okkar frábæru hlaupara til dáða í Reykjavíkurmaraþoninu. Við munum koma okkur fyrir við JL húsið á mótum Hringbrautar og Eiðisgranda. Þar munum við hvetja og hafa læti eins og okkur er einum lagið frá kl: 9:00 og þar til síðasti hlauparinn okkar fer framhjá.

Gaman væri ef klappliðið myndi mæta í Ljósalitunum, rauðu og hvítu en einnig verðum við með til láns sérmerkta boli.  Að sjálfsögðu er fólk hvatt til að mætta með ásláttargræjur af öllu tagi; potta, dósir, sleifar, hrossabresti eða flautur svo eitthvað sé nefnt og að ógleymdu góða skapinu.

Hér er hægt að melda sig í viðburðinn á Facebook og koma sér hvatningargírinn fyrir 24. ágúst!

Ef við getum, hvetjum!

Við hlökkum til að sjá ykkur sem allra, allra flest!

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.