Þjálfarar í fríi – Uppfært – Komin afleysing

Við flytjum ykkur þær gleðifréttir að við erum komin með afleysingu í tímum í líkamsræktarsal Ljóssins sem og í Hreyfingu á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum, á meðan þjálfarar Ljóssins fara í námsferð vikuna 11.-14. júní. Þetta þýðir að einungis tímar fyrir konur á aldrinum 20-45 ára falla niður þá vikuna.

GAMALT:

Þjálfarateymið í Ljósinu fer í fræðsluferð vikuna 10-14 júní og fellur því öll þjálfun niður þá vikuna.

Salurinn verður að sjálfsögðu opinn og þeir sem eru með kort í Hreyfingu eru hvattir til að vera dugleg að mæta sjálf. Ef það eru einhverjar spurningar er mótttakan til taks.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.