Veiðiferð Ljóssins föstudaginn 24. maí

Föstudaginn 24. maí höldum við í árlega veiðiferð Ljóssins!

Eins og áður þá stefnum við að Vífilstaðavatni í Garðabæ. Lagt verður af stað frá Ljósinu um kl: 12:30 og eins er hægt að hittast við syðra bílaplanið við vatnið um kl. 13.

Þeir sem eiga stangir eru hvattir til að taka þær með, en við verðum með auka stangir fyrir þá sem þurfa. Hlífðarfatnaður eins og gleraugu og húfa / derhúfa eru nauðsynleg og þeir sem eiga og nota vöðlur geta vissulega mætt með þær, en það er þó ekki nauðsynlegt.

Skráning er hafin í Ljósinu og Ljósberar eru hvattir til að skrá sig með því að senda okkur tölvupóst á ljosid@ljosid.is eða hringja í síma 561-3770.

Við vonum að við sjáum ykkur sem allra flest og njótum að láta hugann reika, gleyma stund og stað og verða eitt með náttúrunni … og stönginni næsta föstudag.

 

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.