Aðventukvöld Ljóssins

Kæru vinir,

Senn líður að jólum og því höldum við hátíðlegt aðventukvöld Ljóssins fyrir ljósbera og aðstandendur miðvikudaginn 28. nóvember klukkan 19:30.

Á jólakvöldinu hittast hittast ljósberar, aðstandendur og starfsfólk Ljóssins og eiga saman notalega stund.

Sem áður verður spennandi dagskrá:

  • Óskar Guðmundsson les úr nýjustu bók sinni Blóðengill og á sama tíma mun Gígja Árnadóttir lesa fyrir börnin úr bók sinni Hvað er á bak við vegginn
  • Jana Björg Þorvaldsdóttir, Svavar Knútur og Kristjana munu syngja nokkur jólalög
  • Handverkssalan verður á sínum stað
  • Girnilegar veitingar í boði

Við hlökkum til að sjá ykkur og eiga með ykkur notalega kvöldstund.

Dagskrá kvöldsins

 

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.