Uppskrift að góðum föstudegi

Nú er það svart hjá mörgum en í tilefni dagsins langar okkur í Ljósinu að koma með 4 góðar hugmyndir um hvað þið gætuð gert í dag í stað þess að hlaupa og kaupa:

1. Taktu þig til og lagaðu eitthvað sem er brotið eða búðu til eitthvað fallegt sjálf/ur

Hér í Ljósinu vitum við að það er fátt sem lætur okkur líða jafn vel og að skapa eitthvað alveg sjálfur. Ábatinn við það er mjög mikill eins og við sjáum í árangri þeirra sem stunda slíkt samhliða meðferðum við krabbameini.

2. Gefðu til góðs málefnis

Já það er rétt. Að láta gott af sér leiða skapar mun sterkari jákvæðar tilfinningar en skammvinnsæla kaupgleðinnar. Málefnin eru fjölmörg en hér getur þú tildæmis styrkt okkur í Ljósinu

3. Farðu í göngutúr í náttúrunni

Þetta gerum við með hópunum okkar og hvetjum fólkið okkar til að gera sjálf alla daga. Að hreyfa sig, og sérstaklega hreyfa sig í náttúrunni bætir líkama og sál. Þannig reimaðu á þig skóna og finndu þér góðan stað til að fá þína náttúruupplifun

4. Hittu vini eða ættingja

Það eru margar rannsóknir sem sína hvað góðir vinir eru mikilvægir. Því ekki að lyfta upp tólinu, tölvunni eða bara skjótast í heimsókn!

 

Gleðin felst í hjartanu og heilsunni en ekki búðunum kæru vinir.

Eigið góðan og bjartan föstudag!

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.