Handverk – Jólatré úr keramik máluð

Föstudaga fram að jólum verða máluð vönduð keramik jólatré hér í Ljósinu. Trén koma í tveimur stærðum og fást keypt hjá okkur í móttökunni. Margir litir af akríl í boði svo þátttakendur geta látið ímyndunaraflið fá lausan tauminn.

– Lítið keramik tré 4200 krónur
– Stórt tré 4600 krónur
– Perustæði 2800 krónur

Við hlökkum til að eiga með ykku notalega stund yfir hátíðlegu handverki milli 9:30-12:30.

Huggulegt handverk

 

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.