Það hafa eflaust einhverjir tekið eftir fallegu gluggaskreytingum verslanna Geysis nú á aðventunni. Í gegnum tíðina hefur hönnun glugganna verið í höndum Þórunnar Árnadóttur vöruhönnuðar sem er hvað þekktust fyrir skemmtilegu Pyropet kertin sem hafa lýst upp heimili landsmanna, en í ár tóku stjórnendur Geysis ákvörðun um að fara skrefinu lengra og framleiða eigin Geysis-óróa eftir hönnun Þórunnar, bæði til
Í gærkvöldi héldum við hátíðlegt aðventukvöld Ljóssins þar sem ljósberar, aðstandendur og starfsfólk Ljóssins hittust og áttu saman virkilega notalega stund. Yfir heitu súkkulaði og smákökum nutum við skemmtilegrar dagskrár þar sem Óskar Guðmundsson og Gunnar Helgason komu og lásu upp úr bókum sínum, börnin máluðu piparkökur og í lokin kom Guðrún Árný og söng fyrir okkur jólalög. Takk fyrir
Fimmtudagana 14. nóvember og 5. desember milli 9:00-12:00 verður Jólahandverk Ljóssins á sínum stað og verða þá settir saman pakkamiðar og pakkaskraut. Mótað verður fallegt pakkaskraut úr piparkökuleir og Tobba mun leiða hópinn í gegnum hvernig er hægt að gera flotta pakkamiða. Ef fólk er búið að velja sér jólapappír er sniðugt að koma með hann með sér til þess
Fimmtudagana 21. og 28. nóvember verða máluð vönduð keramik jólatré hér í Ljósinu. Nauðsynlegt er að skrá sig í þetta handverk fyrir 15. nóvember. Trén koma í tveimur stærðum og fást keypt hjá okkur í móttökunni. Margir litir af akríl í boði svo þátttakendur geta látið ímyndunaraflið fá lausan tauminn. – Lítið keramik tré 3500 krónur – Stórt tré 4000
Kæru vinir, Senn líður að jólum og því höldum við hátíðlegt aðventukvöld Ljóssins miðvikudaginn 27. nóvember klukkan 19:30. Á jólakvöldinu hittast ljósberar, aðstandendur og starfsfólk Ljóssins og eiga saman notalega stund. Sem áður verður spennandi dagskrá: Óskar Guðmundsson les úr nýjustu bók sinni Boðorðin Guðrún Árný mun syngja nokkur jólalög Handverkssalan verður á sínum stað Girnilegar veitingar í boði Við