Þriðjudaginn 13. nóvember hefst að nýju jafningjahópur fyrir unga maka. Markmiðið með þessum hópi er að gefa mökum þeirra sem greinst hafa með krabbamein, tækifæri til að hitta aðra í svipuðum sporum og tjá sig, en nánustu aðstandendur hafa oft á tíðum mikla þörf fyrir stuðning af þessu tagi. Til að byrja með verða skiptin fjögur, þ.e. á þriðjudögum frá
Við minnum á Esjugönguna miðvikudaginn 27. júní þar sem allir eru velkomnir. Lagt verður af stað í fjallið kl. 11 og þeir sem ætla lengst byrja fyrstir og svo fara hinir af stað, allir á sínum hraða. Þeir sem ætla ekki að ganga geta tyllt sér í Esjustofu og spjallað saman og notið útsýnisins. Í Esjustofu verður tilboð á veitingum
Sú hefð hefur skapast að lokaganga útivistarhóps Ljóssins er farin á Esjuna og er það gjarnan síðasta gangan fyrir sumarfrí útivistarhópsins og síðasta miðvikudagsgangan í júní. Í ár er það miðvikudagurinn 27. júni sem gengið verður á Esjuna. Að þessu sinni verður lagt af stað frá Esjustofu í fjallið kl. 11 fyrir þá sem ætla upp að steini en þeir
Nú þegar sumarið á að vera komið eða júní er allavega komin samkvæmt dagatalinu þá verða gjarnan smávægilegar breytingar á stundaskránni okkar hér í Ljósinu. Til að sjá nýuppfærða dagskrá, smelltu hér. En svo að við stiklum aðeins á stóru þá verður sú breyting á jóganu að einn tími verður á þriðjudögum og fimmtudögum í stað tveggja áður og verður
Föstudaginn 2. febrúar hefst fyrsta námskeiðið á þessari vorönn fyrir konur sem nýlega hafa greinst með krabbamein. Námskeiðið er í átta hlutum á föstudagsmorgnum á milli kl. 9:45 -11:45. Þessi námskeið hafa hlotið afar góða dóma bæði vegna þeirrar fræðslu sem þar er í boði og einnig vegna þeirra frábæru tengsla sem oft á tíðum myndast meðal þátttakenda. Fjöldi fagaðila
Nú eru að hefjast hjá okkur ýmsir dagskrárliðir fyrir aðstandendur krabbameinsgreindra sem vert er að vekja athygli á. Eins og þeir sem til þekkja þá snertir krabbamein alla fjölskylduna og nærumhverfi, ef einn greinist. Þessum einstaklingum höfum við í Ljósinu beint athyglinni að til fjölda ára, samhliða krabbameinsgreindum því þörfin er brýn og það sýnir sig best á þeim fjölda
Undanfarin ár hefur verður starfræktur jafningjahópur í Ljósinu fyrir unga maka sem eiga það sameiginlegt að eiga maka sem greinst hefur með krabbamein. Þessi hópur hefur gefist mjög vel og styrkt aðstandendur og skapað grundvöll fyrir maka krabbameinsgreindra til að ræða þau fjölmörgu verkefni sem glímt er við dags daglega. Hópurinn starfar undir leiðsögn Krístínar Óskar sálfræðing Ljóssins. Næsti fundur
Við vekjum athygli á að jafningjahópurinn ungir makar hittist annan hvern mánudag kl. 17 í Ljósinu. Þessi hópur er fyrir einstaklinga á aldrinum 20-45 ára og eiga maka sem glímir við krabbamein. Kristín Ósk sálfræðingur Ljóssins heldur utan um hópinn. Næsti fundur er mánudaginn 20. mars og stendur frá kl. 17-18:30 Ef þú hefur áhuga á að vera með og