Esjuganga Ljóssins 27. júní

Sú hefð hefur skapast að lokaganga útivistarhóps Ljóssins er farin á Esjuna og er það gjarnan síðasta gangan fyrir sumarfrí útivistarhópsins og síðasta miðvikudagsgangan í júní.  Í ár er það miðvikudagurinn 27. júni sem gengið verður á Esjuna. Að þessu sinni verður lagt af stað frá Esjustofu í fjallið kl. 11 fyrir þá sem ætla upp að steini en þeir sem ætla ekki svo langt fara kannski örlítið síðar af stað. Þeir sem ekki treysta sér til að ganga eru samt eindregið hvattir til að mæta og eiga góða stund í Esjustofu með öllum hinum sem ekki fara í fjallið, það er nefnilega enginn kvöð að ganga.

Starfsfólk Ljóssins mun vera á víð og dreif á göngustígnum upp fjallið til aðstoðar ef þarf og vill og sömuleiðis verða starfsmenn í Esjustofunni, til í spjall og kaffisopa.

Gjarnan hafa verið góð tilboð í Esjustofu á veitingum í tengslum við gönguna og væntanlega verður það eins í ár.

Við mælum með að fólk klæði sig eftir veðri og gott er að hafa með sér vatnssopa og göngustafi.

Allir velkomnir til að koma og vera með og við hlökkum til að sjá sem flesta.

 

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.