Tag: Endurhæfing heima

19
okt
2020

Gleði og dund í steinastund

Hún okkar Sigrún Marinósdóttir kom við í Ljósinu í dag til að taka stöðuna á hvernig gengi nú þegar starfsemi Ljóssins er með minna móti vegna Covid19. Eins og mörg ykkar vita þá er Sigrún alger töfrakona þegar kemur að ýmsu handverki en hún hefur verið leiðbeinandi á ýmsum námskeiðum hér í Ljósinu eins og steinamáluninni sem var ansi vinsælt

Lesa meira

13
okt
2020

Gefum okkur stund fyrir dund

eftir Guðrúnu Áslaugu Einarsdóttur Þegar börn dunda sér þá er það talið merki um að þeim líði vel. Þau eru upptekin í einhverju sem nær að fanga huga þeirra og gleyma stað og stund. Það getur verið hvað sem er, leikur, bók, spil eða annað. Þegar við sem fullorðin dundum okkur þá er það ekki endilega talið eins jákvætt. Okkur

Lesa meira

12
okt
2020

Get ég aðstoðað?

eftir Guðbjörgu Dóru Tryggvadóttur, iðjuþjálfa í Ljósinu „Get ég aðstoðað?“. Þetta er algeng spurning frá afgreiðslufólki í verslunun og flestum finnst sjálfsagt að borin sé upp. Hvernig bregst þú við þegar ættingjar, vinir og kunningjar bera upp þessa sömu spurningu þegar þú hefur greinst með sjúkdóm? Þau segja: „Láttu mig endilega vita ef ég get gert eitthvað.“ Við í Ljósinu

Lesa meira

9
okt
2020

Ljósið heima: Dagskrá mánudagsins

Taktu þátt! Á mánudaginn hefjum við að setja efni í Facebook-hópinn Ljósið heima og hvetjum alla þjónustuþega til að skrá sig þar inn. Smelltu hér ef þú ert ekki í hópnum en vilt fá inngöngu.  Alla daga munum við bjóða upp á eitthvað fyrir líkama, sál og virkni, en hér fyrir neðan má sjá dagskrá mánudagsins.

8
okt
2020

Nú förum við í heimagírinn

Taktu þátt! Samhliða skertri þjónustu munum við aftur leggja áherslu á HEIMA endurhæfinguna okkar líkt og við gerðum í vor. Fyrsta skrefið fyrir þjónustuþega í Ljósinu er að ganga í Facebook-hópinn Ljósið heima en þar munum við setja inn æfingar, fræðslu, streymi og tengla á opna fundi í Ljósinu. Þessi hópur er einungis fyrir þjónustuþega í Ljósinu og því kjörið

Lesa meira

28
apr
2020

Aukin fjarheilbrigðisþjónusta hjá Ljósinu vegna Covid 19

Fjarheilbrigðisþjónusta nú í boði í Ljósinu. Á undanförnum vikum hefur Ljósið innleitt nýja fjarheilbrigðisþjónustu í gegnum forritið Kara Connect. Kara Connect býður upp á sérhæfðan hugbúnað fyrir aðila sem fást við viðkvæmar persónuupplýsingar eins og til dæmis heilbrigðisstofnanir en forritið er vottað af landlækni og stenst kröfur persónuverndarlaga (GDPR). Fyrirkomulagið er einfalt en krabbameinsgreindir og aðstandendur þeirra óska eftir fjarfundi

Lesa meira