Í ljósi nýjustu frétta skerpum við á sóttvörnum í Ljósinu. Við höldum áfram að gera allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja áframhaldandi endurhæfingarstarf í Ljósinu samhliða Covid-19. Við höldum áfram að bera grímur í öllum rýmum Ljóssins. Starfsfólk Ljóssins sótthreinsar yfirborðsfleti í öllum rýmum mjög reglulega. Handþvottur og spritt eru kjarninn í einstaklingsbundnum sóttvörnum sem við vitum
Næstu tvær vikurnar munum við nýta betur það svigrúm sem sóttvarnarreglur leyfa starfsemi endurhæfingamiðstöðva. Í Ljósinu er áhersla lögð á persónubundnar sóttvarnir: Handþvott, spritt, grímunotkun þar sem ekki er hægt að tryggja 2 metra á milli. Húsnæði Ljóssins er sótthreinsað regluleg í gegnum daginn og ráðstafanir gerðar til að tryggja loftgæði. Líkamleg endurhæfing Áfram verður boðið uppá mælingar, viðtöl og
Taktu þátt! Samhliða skertri þjónustu munum við aftur leggja áherslu á HEIMA endurhæfinguna okkar líkt og við gerðum í vor. Fyrsta skrefið fyrir þjónustuþega í Ljósinu er að ganga í Facebook-hópinn Ljósið heima en þar munum við setja inn æfingar, fræðslu, streymi og tengla á opna fundi í Ljósinu. Þessi hópur er einungis fyrir þjónustuþega í Ljósinu og því kjörið
Næstu tvær vikur munu viðtöl hjá fagaðilum fara að hluta til í gegnum samskiptaforritið Kara Connect. Ef þú ferð í viðtal í gegnum Köru Connect munt þú fá boð um fundartíma frá fagaðila í pósti. Klukkustund fyrir fund færð þú svo áminningu um fundinn svo þú getir komið þér fyrir í rólegu umhverfi fyrir framan tölvuna. Til að mæta á
Kæru vinir, Við höldum áfram að aðlaga starfsemi Ljóssins að hertum sóttvarnarreglum. Hér fyrir neðan getið þið lesið um breytingar sem verða á starfseminni til og með mánudeginum 19. október: Viðtöl hjá iðjuþjálfum, sálfræðiráðgjafa, fjölskyldufræðingi, markþjálfum og næringarráðgjafa Einstaklingsviðtöl munu að mestu fara fram í gegnum samskiptaforritið Kara Connect en viðtöl í síma og í húsi eru möguleg. Þeir sem
Við höldum áfram að gera allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja áframhaldandi endurhæfingarstarf í Ljósinu samhliða Covid-19. Við minnum ljósbera, aðstandendur og aðra gesti í Ljósið á að ef beðið er eftir eigin niðurstöðum úr Covid-19 skimun eða ef maki eða annar fjölskyldumeðlimur bíður eftir niðurstöðu úr skimun fyrir Covid-19, gilda reglur um sóttkví og þurfa allir
Til að tryggja áframhaldandi endurhæfingarstarf í Ljósinu samhliða Covid-19 biðjum við alla sem erindi eiga í Ljósið að setja upp grímu þegar komið er í húsakynni okkar. Verið er að leggja grunninn að fyrirkomulagi í viðtölum og skoða með hvaða móti hægt sé að bjóða upp á viðtöl án gríma. Einnota grímur eru í afgreiðslu Ljóssins og í þjálfunarsal. Að
Vegna nýrra sóttvarnarreglna verður Ljósið opið samkvæmt stundaskrá en nú þarf að bóka í suma tíma. Tækjasalur – Bóka þarf tíma í tækjasal, hámark 2 x í viku á hvern. Jóga – Bóka þarf tíma í jóga. Vinsamlegast komið með eigin púða og teppi í tímana. Gönguhópur – Það þarf ekki að skrá sig í gönguna. Handverk & myndlist –
Í samræmi við heimild heilbrigðisráðherra að fenginni tillögu Þórólfs sóttvarnarlæknis höfum við ákveðið að opna Ljósið í smáum skrefum frá og með 4. maí næstkomandi. Á meðan tveggja metra reglan er í gildi er húsið einungis opið þeim sem eiga bókaðan tíma hjá fagaðila. Í fyrstu verður boðið upp á eftirfarandi þjónustu: Einstaklingsviðtöl hjá iðjuþjálfum, sjúkraþjálfurum, sálfræðiráðgjafa, markþjálfa og fjölskyldumeðferðarfræðing
Nú er allur heimurinn á hvolfi, kórónaveiran er allt í einu orðið undarlegt sameiningartákn allra þjóða þar sem öll tilvera okkar er lituð af þessum heimsfaraldri, ekkert er eins og það var og verður sennilega aldrei. Á þessum tímum upplifum við breytt lífsmynstur, óöryggi, kvíða og oft á tíðum einangrun. Mikið álag að greinast með sjúkdóm á þessum tíma. Að