Björg Kristín matgæðingur Ljóssins ætlar að vera með námskeið á föstudögum frá kl:10 -12.00 í hráfæðis og grænmetisréttum. Það verða 6 í hóp og allir hjálpast að, að útbúa ljúffenga hráfæðis og grænmetisrétti undir handleiðslu Bjargar. Maturinn sem gerður er á námskeiðinu verður svo í boði í hádegismat í Ljósinu Hvert skipti kostar 1000 kr Skráning hafin í Ljósinu í
Fyrirlestur í Ljósinu mánudaginn 30. sept kl. 11:00-12:00 um Bara stuðningspúða BARA vörurnar eru hannaðar af Bjargey Ingólfsdóttur iðjuþjálfa og njóta vinsælda hjá fólki sem er með stoðkerfisvanda í herðum, handleggjum, hálsi og baki. Stuðningspúðarnir baraAPPLE (eplið) og baraPEAR(peran) létta þunga handleggjanna og minnka vöðvaspennu í herðum, handleggjum og baki. Þeir nýtast bæði til hvíldar og við ýmiskonar iðju
Áheitagolfið er nýjung í KPMG bikarnum en að þessu sinni söfnuðu kylfingarnir áheitum fyrir Ljósið endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð KPMG lagði 20.000 kr. á hvert högg sem endaði á 16. flöt en samtals söfnuðust 540 þúsund krónur sem renna til Ljóssins. „Stuðningur sem þessi skiptir reksturinn miklu máli. Allt er þetta gull í okkar augum“ sagði Erna Magnúsdóttir forstöðukona Ljóssins við
Nýtt námskeið hefst 23.sept kl.17.30 Fundirnir verða einu sinni í viku á mánudögum kl. 17:30 í 10 vikur, Markmiðið er að karlmenn fái uppbyggjandi fræðslu, og hafi gagn og gaman af að hitta aðra í sömu aðstæðum. Farið verður í gegnum það breytingarferli sem einstaklingar ganga í gegnum við það að veikjast. Það verða fyrirlestrar um mikilvægi þess
Ungliðahópurinn er samstarfsverkefni Ljóssins, SKB og Krafts, fyrir fólk á aldrinum 18-29 ára sem hefur greinst með krabbamein og aðstandendur þeirra. Kynningarfundur fyrir veturinn verður haldinn fimmtudaginn 12. september kl. 20:00 í Krafti, Skógarhlíð 8, 105 Reykjavík. sjá nánar hér
Á dögunum birtist grein í Morgunblaðinu um námskeið í Ljósinu sem nefnist Aftur af stað til vinnu eða náms, þar er talað við umsjónarmenn námskeiðsins Rannveigu Björk Gylfadóttur, hjúkrunarfræðing og Unni Maríu Þorvarðardóttur, iðjuþjálfa. Þar segja þær frá þessu flotta námskeiði sem verður í boði í Ljósinu í vetur. Nýtt námskeið hefst 7.okt. Smelltu á myndina til að lesa
Yndislegur dagur í Ljósinu í gær..við Ljósberarnir erum ennþá hrærð…Elsku Siggi Hallvarðsson og þið öll sem studduð okkur með því að ganga með Sigga, taka á móti honum..gleðjast með okkur í Ljósinu, eða studduð verkefnið á einhvern hátt..INNILEGAR ÞAKKIR…Siggi þú ert hetja…eins og svo margir af okkar Ljósberum..Við getum svo vonandi sagt ykkur hvað safnaðist í næstu viku þegar tölurnar
Við erum búin að fá kort til að fylgjast með göngunni hans Sigga, Ég sé Ljósið, frá Hveragerði. Hann leggur af stað frá Hveragerði kl: 6.00 í fyrramálið, föstd. 30.ágúst Endilega fylgist með hetjunni okkar og sendið honum ljós og kraft. Smelltu hér til að sjá hvernig honum gengur.
Innkoma af leik Fjönis og Þróttar fer óskert til söfnurnar Sigga Hallvarðs fyrir Ljósið