Ný stundaskrá fyrir haustið 2016 Smelltu hér til að skoða Nú er öll starfsemi að komast í fullan gang hjá okkur eftir sumarfrí. Sjálfstyrkingarnámskeið, jafningjahópar og nýir handverkshópar – athugið breyttan tíma á handverkshópum. Öll skráning á námskeið er í síma 561-3770.
Útivistargangan 31. ágúst: Valaból í Heiðmörk Við leggjum af stað frá Ljósinu kl 12.30 þar sem við getum sameinast í bíla eða hittumst á bílastæðið við Kaldársel kl. 13.00. Ekinn er Kaldárselsvegur, fram hjá Hestamiðstöð Íshesta, alla leið að sumarbúðunum í Kaldárseli. Gönguleiðin sem farin verður er 6 – 7 km og tekur eina og hálfa til tvær klukkustundir að
Wise lausnir og Samskip styrktu Ljósið fyrir Reykjavíkurmarþonið og gáfu þessa glæsilegu boli til hlauparana okkar. Innilegar þakkir fyrir. #ljosid16
Verum dugleg að taka myndir í hlaupinu á laugardaginn. Allar myndir sem teknar eru og sendar á Facebook, Twitter og Instagram væri gott að fá merktar með #ljosid16 svo við getum skoðað dýrðina líka. Verið velkomin á hvatningarstöðina okkar gegnt JL húsinu frá 8:30 til 11:30. Við hlökkum óskaplega til hlaupsins og við minnum á áheitasöfnunina á hlaupastyrkur.is.
Líkamleg uppbygging fyrir ungt fólk (18 – 45 ára) í Ljósinu Skemmtilegur félagsskapur í nýja flotta salnum okkar Mánudaga og miðvikudaga kl. 14:30 – 15:30 Umsjón: Haukur sjúkraþjálfari
Ljósið býður upp á ýmis endurhæfingarúrræði. Við vekjum athygli á að Jóga byrjar aftur 2. ágúst. Það er komin ný stundaskrá fyrir ágúst sem má nálgast hér. Það bætist sífellt við stundaskrána aftur eftir sumarleyfin.
Kæru Ljósberar Ljósið býður upp á ýmis endurhæfingarúrræði í allt sumar. Vekjum athygli á að stundaskráin fyrir júlí tekur gildi , föstudaginn 1. júlí. Minnum einnig á að strákamaturinn verður á sínum stað allan júlí og að hugleiðslan færist yfir á mánudaga. Vonum að þið eigið yndislegt sumar með fullt af skemmtilegum ævintýrum. Sumarkveðja Starfsfólk Ljóssins
Hin árlega fjölskylduganga Ljóssins á Esjuna verður 29. júní nk. Í fyrra var frábær þátttaka, endurtökum leikinn. Við leggjum af stað frá Esjustofu kl. 13:00. Göngum upp hlíðar Esjunnar eins langt og hver og einn treystir sér til. Stefnum á að vera komin niður milli kl. 15:00-16:00. Þeir sem treysta sér ekki í gönguna geta hitt okkur á kaffi Esjustofu á
Í tilefni af 80 ára afmæli Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja árið 2015 ákvað stjórn þess að styrkja starfsemi Ljóssins með gjöf til tækjakaupa í endurhæfingar- og sjúkraþjálfunarsal Ljóssins. Jafnframt var gerður samningur milli samtakanna og Ljóssins um viðhald og endurnýjun tækja til ársins 2020. Formleg afhending tækjanna var miðvikudaginn 1. júní sl. í nýjum líkamsræktar- og endurhæfingarsal Ljóssins. Markmiðið með gjöfinni
Margt var um manninn á Pallafjöri sem haldið var í dag, 14. júní. Vígð voru ný garðhúsgögn sem Ljósið fékk sem minningargjöf, boðið var upp á grillaðar pylsur, pastasalat og súkkulaðiköku. Fjölmennt var og frábær stemming á þessum dásamlega góðviðrisdegi. Smellið hér til að sjá smá myndband frá gleðinni.