Það er glatt á hjalla hjá okkur í Ljósinu flesta daga en þessa vikuna hleypum við enn meiri hlátri inn með árlegu jólapeysu vikunni okkar. Það er eitthvað skemmtilegt sem gerist þegar starfsfólk og ljósberar mætast jólaskrúðanum og í gær tókst okkur að fanga nokkur slík augnablik þegar vinir okkar hjá Instamyndum lánuðu okkur myndaklefa. Sjón er sögu ríkari!
Það var fullt út að dyrum hjá okkur á miðvikudaginn þegar ljósberar og aðstandendur fjölmenntu á árlega aðventukvöldið okkar. Við sendum okkar björtustu og hlýjustu þakkarkveðjur fyrir komuna. Hér eru svo nokkrar myndir frá kvöldinu góða.
„Okkur varð hugsað til Ljóssins því það er einn af þessum stöðum þar sem maður sér berum augum í hvað gjafirnar fara í. Við búum í hverfinu og höfum líka verið aðstandendur fólks sem hefur sótt þjónustu í Ljósið. Það skiptir máli að styðja við svona starf“ sagði Halldór Hreinsson þegar Birna Markús, íþróttafræðingur í Ljósinu tók á móti 60
Kæru vinir, Senn líður að jólum og því höldum við hátíðlegt aðventukvöld Ljóssins fyrir ljósbera og aðstandendur miðvikudaginn 28. nóvember klukkan 19:30. Á jólakvöldinu hittast hittast ljósberar, aðstandendur og starfsfólk Ljóssins og eiga saman notalega stund. Sem áður verður spennandi dagskrá: Óskar Guðmundsson les úr nýjustu bók sinni Blóðengill og á sama tíma mun Gígja Árnadóttir lesa fyrir börnin úr
Nú er það svart hjá mörgum en í tilefni dagsins langar okkur í Ljósinu að koma með 4 góðar hugmyndir um hvað þið gætuð gert í dag í stað þess að hlaupa og kaupa: 1. Taktu þig til og lagaðu eitthvað sem er brotið eða búðu til eitthvað fallegt sjálf/ur Hér í Ljósinu vitum við að það er fátt sem
Föstudaga fram að jólum verða máluð vönduð keramik jólatré hér í Ljósinu. Trén koma í tveimur stærðum og fást keypt hjá okkur í móttökunni. Margir litir af akríl í boði svo þátttakendur geta látið ímyndunaraflið fá lausan tauminn. – Lítið keramik tré 4200 krónur – Stórt tré 4600 krónur – Perustæði 2800 krónur Við hlökkum til að eiga með ykku
Nú er glatt á hjalla í Ljósinu og við notum hvert tækifærið til að setja handverkið í hátíðlegan brag. Fram að jólum verðum við því með kennslu í því hvernig breyta má einföldum kertum í falleg listaverk. Kennslan verður í boði á miðvikudögum frá 9:30-12:30. Við verðum með kerti á góðu verði sem og úrval af fallegum pappír. Ragnheiður verður
Rakel, Sara Líf, Arnar Leó og Karítas Mía eru kraftmikil fjölskylda sem ber hlýjar taugar til Ljóssins. Rakel er dóttir Þorsteins Jakobssonar sem er forsprakki Esjugöngunnar og því eiga þau ekki langt að sækja ævintýraþránna og drifkraftinn. Í tilefni Ljósafossins okkar niður Esjuna kíktu þau við hjá okkur á Langholtsveginum og spjölluðu við okkur um afhverju þau taka þátt á
Ferðalög ljósbera, samvinna við Barnaspítalann og fyrsta heimsókn heilbrigðisráðherra í Ljósið eru meðal spennandi umfjöllunarefna 12. útgáfu Ljósablaðsins sem nú er komin út. Þar má einnig finna greinar eftir fagfólk Ljóssins, viðtöl við Ljósbera, brot úr verkefnum og viðburðum sem Ljósið hefur staðið fyrir og tekið þátt í frá því að síðasta blað kom út. Blaðið er á leiðinni til
Nú fást til sölu falleg tækifæriskort sem eru hönnuð af einstaklingum sem hafa sótt endurhæfingu í Ljósinu. Listamennirnir eru Sigrún Einarsdóttir, Hrönn Pétursdóttir og Melkorka Matthíasdóttir. Í hverjum pakka eru 6 kort og með þeim fylgja umslög. Hver pakki kostar 2000 krónur og fæst í móttöku Ljóssins.