heida

14
okt
2024

Ljóskurnar fögnuðu góðum árangri

Það var heldur betur glatt á hjalla síðastliðinn föstudag þegar hlaupahópurinn Ljóskurnar mættu í hús og færðu Ljósinu risastóra ávísun sem endurspeglar þeirra framlag í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í ár. Ljóskurnar er magnaður hópur ungra kvenna sem kynntist í Ljósinu. Dugnaðurinn, jákvæðnin, samheldnin og slagkrafturinn hjá hópnum er áþreifanlegur og vekur sannarlega eftirtekt og er hreinlega smitandi. Ljóskurnar mættu allar ásamat

Lesa meira

9
okt
2024

Himinsælir vinningshafar dregnir út í Ljósavinaleiknum

Það má með sanni segja að það hafi verið spenna í loftinu þegar dregnir voru út tveir vinahópar úr Ljósavinaleiknum í gær. Hóparnir heppnu hrepptu gleðistund með sínum dýrmæta hóp. Það voru skemmtileg símtölin hjá kynningarteymi Ljóssins þegar vinningshafarnir fengu tíðindin og gleðin smitaði allt um kring. Hóparnir tveir sem voru dregnir út eru: FXS hópurinn sem fer í gleðistund

Lesa meira

1
okt
2024

Bleikur október í Bústaðakirkju – hádegistónleikar til styrktar Ljósinu

Bleikur október í Bústaðakirkju er dagskrá sem helguð er stuðningi við þau fjölmörgu sem glíma við krabbamein og aðstandendur þeirra. Hluti af dagskránni eru hádegistónleikar alla miðvikudaga í október kl. 12:05. Dagskrá tónleikaraðarinnar er eftirfarandi: 2.okt – Hallveig Rúnarsdóttir sópran og Jónas Þórir. 9.okt – Ættjarðarlög, 80 ára afmæli lýðveldisins. Kammerkór Bústaðarkirkju og einsöngvarar úr kórnum syngja undir stjórn Jónasi

Lesa meira

20
jún
2024

Sveinn Jónsson gekk yfir 400km til styrktar Ljósinu

Sveinn Jónsson kom í hús til okkar á dögunum, nýfloginn heim frá Þýskalandi. Erindi hans var að færa Ljósinu veglegan styrk sem hann safnaði frá bæði einstaklingum og fyrirtækjum sem hétu á hann er hann gekk yfir 400 kílómetra af Jakobsveginum. Sveinn gekk af stað 13.apríl síðastliðinn, en hann gekk í minningu eiginkonu sinnar og barnsmóðir sem lést úr krabbameini

Lesa meira

31
maí
2024

Stafrænn stuðningur fyrir brjóstakrabbameinsgreinda búsetta á landsbyggðinni 

Nú í maí fór af stað verkefni þar sem einstaklingum sem greinst hafa með brjóstakrabbamein og búa utan höfuðborgarsvæðisins býðst aðgangur að 15 vikna stafrænu stuðningsúrræði Sidekick Health sem hefur verið þróað fyrir þennan hóp. Um er að ræða samstarfsverkefni Sidekick Health, Ljóssins, endurhæfingarmiðstöðvar og Landspítala. Stuðningsúrræðið felur í sér fræðslu um ferlið í kjölfar greiningar og meðferð brjóstakrabbameins, sjálfseflingu og

Lesa meira

31
maí
2024

Hlauparáð Guðrúnar Erlu þjálfara í Ljósinu og langhlaupara

Sumarið er komið og margir búnir að reima á sig hlaupa og/eða gönguskóna og jafnvel búnir að setja sér eitthvað markmið fyrir sumarið. Það er svo gaman að sjá stígana fyllast af fólki á öllum aldri að ganga,skokka, hlaupa og hjóla. Hvort sem fólk hefur sett sér markmið eða ekki er gott að hafa í huga að með útiveru ertu að leggja

Lesa meira

15
maí
2024

Ljósið heimsótti Íslandsbanka á starfsdegi

Það var þétt setinn salurinn í norðurturni Íslandsbanka í morgun þegar Ljósið ásamt þremur öðrum góðum félögum kynntu starfsemi sína og mikilvægi Reykjavíkurmaraþonsins sem fjáröflun. Sólveig Kolbrún, markaðs og kynningarstjóri Ljóssins, kynnti endurhæfingarstarfið og fór yfir farinn veg í maraþonvegferð Ljóssins. Það er magnað að sjá hve verkefnið hefur vaxið frá ári til árs. Við erum full þakklætis fyrir aðkomu

Lesa meira

14
maí
2024

Lionsklúbburinn Víðarr styrkir Ljósið 

Á dögunum var Ernu Magnúsdóttir framkvæmdarstýru Ljóssins boðið að sækja Lionsklúbbinn Víðarr heim. Þar afhenti Þórarinn Árnason Ljósinu eina milljón króna í styrk. Við þökkum Lionsklúbbnum Víðarr innilega fyrir þetta veglega framlag og mun styrkurinn sannarlega nýtast vel í starfsemi Ljóssins.

7
maí
2024

Skeggfjélag Reykjavíkur og nágrennis safnaði fyrir Ljósið

Við fengum til okkar góða gesti frá Skeggfjélagi Reykjavíkur og nágrennis á dögunum. Þeir Jón Baldur Bogason og Haukur Heiðar Steingrímsson komu færandi hendi með góðan styrk sem safnaðist í  Íslandsmeistaramótinu í skeggvexti 2024. Keppt var í fjórum flokkum sem eru eftirfarandi: yfirvaraskegg – fullt skegg – hálfskegg – skegg með frjálsri aðferð. Virkilega skemmtilegt framtak og sendum við þeim

Lesa meira

3
apr
2024

Greiðslur í heimabanka – Takk fyrir þitt framlag

Kæru Ljósavinir, Frá upphafi hefur stuðningur einstaklinga við endurhæfingarstarf Ljóssins skipt gríðarlegu máli. Ykkar framlag hefur leyft starfinu vaxa og bætt þannig lífsgæði krabbameinsgreinda með faglegri heildrænni endurhæfingu og stuðningi sem á sér fáan eða engan líkan. Mánaðarlega sækja yfir 600 manns þjónustu í Ljósið, ýmist í viðtöl við fagaðila, námskeið, fræðslu, líkamlega endurhæfingu, handverk og fleira. Með ykkar stuðningi

Lesa meira