Þeir Jón Helgi Pálsson og Eiríkur Jónsson frá Oddfellowstúkunni Þórsteini komu í heimsókn á dögunum í Ljósið. Þeir komu færandi hendi með veglegan styrk í húsnæðissjóðinn. Erna Magnúsdóttir framkvæmdarstýra Ljóssins tók á móti styrknum. Við sendum félögum stúkunnar bestu þakkir fyrir þessa góðu gjöf og óskum þeim öllum gleðlegra jóla.
Góðir fulltrúar frá Kvenfélagi Garðabæjar komu í heimsókn til okkar færandi hendi. Þær Halldóra Björk Jónsdóttir og Þóra Björk Kristjánsdóttir færðu Ljósinu veglegan styrk fyrir hönd félagsins. Erna Magnúsdóttir framkvæmdarstýra Ljóssins veitti styrknum móttöku og hafði orð á því að þetta kæmi sér sérstaklega vel þar sem nú er verið að safna fyrir nýju húsnæði Ljóssins. Við færum þeim bestu
Undanfarin tvö ár hefur verslunin Húrra tekið þátt í Black Friday & Cyber Monday með þeim hætti að 20% af allri sölu þessara daga renni til góðs málefnis. Í ár varð Ljósið fyrir valinu. Við fengum fulltrúa Húrra í heimsókn á dögunum þau Sindra Snæ Jensson og Emblu Óðinsdóttir þar sem þau afhentu veglegan styrk eftir þetta fallega framtak. Húrra
Miðvikudaginn 11. desember næstkomandi ætlum við að vera á jólanótunum í Ljósinu. Við hvetjum alla til að mæta extra jólalega þennan dag. Jólasokkar, eyrnalokkar, jólapeysur, húfur, hægt er að hengja á sig jólakúlu nú eða bara skella á sig rauðum og jólalegum varalit. Klukkan 12:30 sláum við svo upp sannkallaðri jólagleði, hlustum á upplestur frá nemandafélagi mastersnema í ritlist, Blekfjelaginu.
Það var heldur betur glatt á hjalla síðastliðinn föstudag þegar hlaupahópurinn Ljóskurnar mættu í hús og færðu Ljósinu risastóra ávísun sem endurspeglar þeirra framlag í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í ár. Ljóskurnar er magnaður hópur ungra kvenna sem kynntist í Ljósinu. Dugnaðurinn, jákvæðnin, samheldnin og slagkrafturinn hjá hópnum er áþreifanlegur og vekur sannarlega eftirtekt og er hreinlega smitandi. Ljóskurnar mættu allar ásamat
Það má með sanni segja að það hafi verið spenna í loftinu þegar dregnir voru út tveir vinahópar úr Ljósavinaleiknum í gær. Hóparnir heppnu hrepptu gleðistund með sínum dýrmæta hóp. Það voru skemmtileg símtölin hjá kynningarteymi Ljóssins þegar vinningshafarnir fengu tíðindin og gleðin smitaði allt um kring. Hóparnir tveir sem voru dregnir út eru: FXS hópurinn sem fer í gleðistund
Bleikur október í Bústaðakirkju er dagskrá sem helguð er stuðningi við þau fjölmörgu sem glíma við krabbamein og aðstandendur þeirra. Hluti af dagskránni eru hádegistónleikar alla miðvikudaga í október kl. 12:05. Dagskrá tónleikaraðarinnar er eftirfarandi: 2.okt – Hallveig Rúnarsdóttir sópran og Jónas Þórir. 9.okt – Ættjarðarlög, 80 ára afmæli lýðveldisins. Kammerkór Bústaðarkirkju og einsöngvarar úr kórnum syngja undir stjórn Jónasi
Sveinn Jónsson kom í hús til okkar á dögunum, nýfloginn heim frá Þýskalandi. Erindi hans var að færa Ljósinu veglegan styrk sem hann safnaði frá bæði einstaklingum og fyrirtækjum sem hétu á hann er hann gekk yfir 400 kílómetra af Jakobsveginum. Sveinn gekk af stað 13.apríl síðastliðinn, en hann gekk í minningu eiginkonu sinnar og barnsmóðir sem lést úr krabbameini
Nú í maí fór af stað verkefni þar sem einstaklingum sem greinst hafa með brjóstakrabbamein og búa utan höfuðborgarsvæðisins býðst aðgangur að 15 vikna stafrænu stuðningsúrræði Sidekick Health sem hefur verið þróað fyrir þennan hóp. Um er að ræða samstarfsverkefni Sidekick Health, Ljóssins, endurhæfingarmiðstöðvar og Landspítala. Stuðningsúrræðið felur í sér fræðslu um ferlið í kjölfar greiningar og meðferð brjóstakrabbameins, sjálfseflingu og
Sumarið er komið og margir búnir að reima á sig hlaupa og/eða gönguskóna og jafnvel búnir að setja sér eitthvað markmið fyrir sumarið. Það er svo gaman að sjá stígana fyllast af fólki á öllum aldri að ganga,skokka, hlaupa og hjóla. Hvort sem fólk hefur sett sér markmið eða ekki er gott að hafa í huga að með útiveru ertu að leggja