Eru grindarbotnsæfingar ekki bara fyrir konur? Eru karlar með grindarbotnsvöðva?
Matti Ósvald markþjálfi og Lalli sjúkraþjálfari fjalla um neðanbeltisheilsu karla á opinskáan hátt. Þetta tiltekna efni hefur í gegnum tíðina verið mikið tabú en þeir munu reyna sitt besta til að svara spurningunni: Afhverju er mikilvægt að tala um neðanbeltisheilsu karla?
Það sem meðal annars verður rætt um eru verkjavandamál í grindarbotni karlmanna, blöðruhálskirtilinn, þvagleki, blöðruvandamál, risvandi og svo margt annað í þessum dúr sem á sér stað sunnan nafla.
Við hvetjum alla karlmenn til að mæta, hlusta og læra um sína neðanbeltisheilsu og ef til vill vakna upp einhverjar spurningar sem þeir Matti og Lalli munu reyna að svara. Brjótum tabúið saman með heiðarlegu samtali.
Erindið verður í húsnæði Ljóssins þriðjudaginn 18. febrúar kl. 14:00
Skráning í móttöku Ljóssins
Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.