Kiwanisklúbburinn Hekla færði Ljósinu rausnarlegan styrk

Kiwanisklúbburinn Hekla kom til okkar á Langholtsveginn á dögunum og færðu Ernu Magnúsdóttir framkvæmdarstýru Ljóssins rausnarlegan styrk í starf Ljóssins.

Þeir Ólafur G Karlsson, formaður styrktarnefndar klúbbsins og Birgir Benediktsson komu fyrir hönd klúbbsins.

Við færum þeim okkar bestu þakkir, en þess má geta að þessi góði klúbbur hefur styrkt Ljósið reglulega síðastliðin 20.ár.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.