Vel heppnuð afmælisgleði í húsnæði Ljóssins

Það var sannarlega glatt á hjalla í Ljósinu síðastliðinn fimmtudag þegar þjónustuþegar ásamt starfsfólki Ljóssins fögnuðu 20 ára afmælisárinu. Húsið var fullt af brosandi andlitum, boðið var upp á glæsilegar veitingar og söngkonan Silja Rós spilaði og söng ljúfa tóna. Afmælissöngurinn var sunginn við góðar undirtektir allra nærstaddra.

Margrét Frímannsdóttir var heiðruð og þakkað fyrir ómetanleg störf í þágu Ljóssins í gegnum árin. Einnig var hún útnefnd sem verndari Ljóssins. Erna Magnúsdóttir framkvæmdarstýra Ljóssins hélt hugljúfa ræðu og veitti Margréti viðurkenningu fyrir hennar mikilvæga framlag.

Hér má sjá skemmtilegar myndir frá afmælisstundinnni góðu.

       

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.