Miðvikudaginn 12. júní verður lokað í Ljósinu en við ætlum að gera okkur glaðan dag með fjölskyldugöngu um Hvaleyrarvatn.
Við hvetjum alla þjónustuþega og velgjörðarfólk Ljóssins til að mæta með sitt fólk með sér. Við ætlum að hittast við bílastæðið vestan megin vatnsins kl 11 í létta upphitun og göngum svo í kringum Hvaleyrarvatn, öll á sínum hraða. Hringurinn í kringum vatnið er um 2,2 kílómetrar og stígurinn tiltölulega greiðfær – þéttur malarstígur alla leiðina.
Við munum bjóða upp á léttar veitingar og andlitsmálningu á staðnum og hvetjum ykkur öll að mæta og bjóða ykkar fólki með!
Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.