Soroptimistaklúbbur Reykjavíkur færði Ljósinu veglegan styrk

Í gær fengum við góða gesti í Ljósið þegar fulltrúar Soroptimistaklúbbs Reykjavíkur mættu í heimsókn og  færðu Ljósinu veglegan styrk í endurhæfingarstarfið.

Styrkurinn er sérstaklega hugsaður fyrir námskeið, fræðslu og stuðning fyrir konur sem greinst hafa með krabbamein oftar en einu sinni.

Við sendum okkar allra bestu þakkir til allra þeirra sem stóðu að söfnuninni en styrkurinn mun sannarlega nýtast vel í starfsemi Ljóssins.

 

Heiða Eiríksdóttir tók á móti styrknum fyrir hönd Ljóssins

Á myndinni eru Begga Rist, Erla S. Ragnarsdóttir, Heiða Eiríksdóttir, Svanhildur Eva Stefánsdóttir og Ásta Snorradóttir

 

 

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.