Flugukastnámskeið í Ljósinu

Í allan vetur hefur verið starfræktur afar öflugur fluguhnýtingarhópur hér hjá okkur í Ljósinu og margar afar skæðar veiðiflugur litið dagsins ljós. Það liggur því beinast við eftir góðan fluguhnýtingavetur að æfa aðeins köstin til að leggja flugurnar fram á sem girnilegastan máta fyrir fiskana.  Á þriðjudaginn kemur, þann 13. júní ætlar flugukastgúrúinn Stefán Bjarni Hjaltested að koma og kenna undirstöðuatriðin í flugukasti og/eða benda á það sem betur má fara hjá fluguveiðimönnum Ljóssins.

Æfingin fer fram á Klambratúni vestan við Kjarvalsstaði og hefst um kl. 13 en einnig er hægt að mæta í Ljósið kl. 12:30 til að sameinast í bíla.

Mælst er til að mæta með sína flugustöng eða taka það fram í skráningu hvort mætt sé með stöng. Gleraugu og derhúfa er einnig staðalaður öryggisbúnaður í fluguveiði og því gott að venja sig á það strax í upphafi.

Skráning í síma 561-3770

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.