Skokkhópur Ljóssins fer af stað

Næsta mánudag, þann 30. apríl verður kynning á skokkhóp Ljóssins. Það eru þær Camilla sjúkraþjálfari og Edda Dröfn Eggertsdóttir hlaupari sem munu halda utan um hópinn og hitta áhugasama og kynna næstu skref. Við hvetjum þá sem lengi hafa haft hug á að byrja að hlaupa og koma og vera með.  Skokkhópurinn getur einnig verið góður undirbúningur fyrir Reykjavíkurmaraþon í ágúst.

Mæting er í Ljósið við Langholtsveg kl. 15:30 og endilega taka skóna með ef fyrstu skokkskrefin verða stiginn. Í framtíðinni verða tímarnir á þriðjudögum kl. 15:30

Hlökkum til að sjá alla hlaupagarpa og verðandi hlaupagarpa á mánudaginn kemur.

 

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.